Miklir skógareldar við Marseille

Skógareldarnir við Marseille eru þeir verstu í 3 ár.
Skógareldarnir við Marseille eru þeir verstu í 3 ár. Reuters

Miklir skógareldar eru nú í nágrenni við frönsku hafnarborgina Marseille og hafa mörg hús brunnið til ösku. Tilgátur eru uppi um að heræfingar hafi orsakað eldana.

Einir verstu skógareldar sem orðið hafa á svæðinu í þrjú ár geisuðu seint í gærkvöldi í nágrenni við Marseille. Nokkrir tugir húsa hafa brunnið til kaldra kola en ennþá hefur enginn látið lífið.

Búið er að flytja á brott hundruðir íbúa smábæjarins Trois-Ponts. Íbúar nágrannabæjarins La Barasse hafa margir hverjir flúið sömuleiðis þótt enn sé ekki búið að gefa út tilskipun þess efnis.

Um það bil 500 slökkviliðsmenn berst nú við eldana sem eru á um það bil 1200 hektara svæði.

Margir íbúanna eru ævareiðir og segja heræfingar bera sökina. Herinn var með skotæfingar í nágrenninu og embættismaður á staðnum staðfesti í gær að eldurinn hafi kviknað vegna skotæfinga. Hann sagði æfingarnar hafa verið hálfvitalegar og frálett að þær skyldu hafa verið haldnar meðan hiti er svo mikill og þurrkur hefur verið á svæðinu, með þeirri auknu hættu á skógareldum sem því fylgi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert