Sarkozy fékk aðsvif

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, var fluttur á sjúkrahús í morgun, eftir að hann fékk „smávægilegt“ aðsvif á meðan hann stundaði líkamsrækt. 

Í tilkynningu sagði að leiðtoginn, sem er 54 ára, hafi verið skoðaður af lækni og gengist undir ýmislegar rannsóknir, í kjölfarið. Í ljós hafi komið smávægilegar truflanir í flutningi taugaboða til heilans.

Talið er að truflanir á boðum um skreyjutaug hafi valdið aðsvifinu en það er aðaltaugaknippi sem liggur milli kviðarhols og höfuðkúpu og flytur taugaboð til heilans, hafi valdið aðsvifi Sarkozy´s.

Um þessa taug berast m.a. boð sem hjálpa til við að halda reglu á hjartslætti, stýra vöðvahreyfingum, öndun og stýra efnaskiptum í líkamanum. Þá berast boð um taugina sem stýra meltingu og vöðvahreyfingum í meltingarvegi.

Á skrifstofu forsetans fengust þær upplýsingar að hann hefði veikst á meðan hann var að þjálfa líkama sinn í sumarhúsi sínu í La Lanterne, stutt frá höllinni í Versölum.

Sarkozy, sem tók við embætti í maí árið 2007, er mikill áhugamaður um heilsurækt, og fer iðulega út að hjóla og skokka í félagi við aðstoðarmenn sína og lífverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...