Sarkozy útskrifaður á morgun

Sarkozy er mikill áhugamaður um heilsurækt og sést iðulega á …
Sarkozy er mikill áhugamaður um heilsurækt og sést iðulega á fleygiferð í félagi við lífverði. Hér er hann á hlaupum í Central Park í New York. Reuters

Nicholas Sarkozy, Frakklandsforseti, verður útskrifaður af Val de Grace sjúkrahúsinu á morgun að sögn talsmanna á skrifstofu forsetans. Forsetinn féll í yfirlið í morgun er hann var á skokki í skóglendi. Að sögn lækna líður forsetanum vel.

Eiginkona hans, Carla Bruni, fékk far með lögreglumótorhjóli til eiginmanns síns um leið og henni bárust fregnir af yfirliði hans. Að sögn talsmanna forsetans fékk hann „vægt“ taugaáfall á skokki. 

Vitni sagðist hafa séð skokkara, umkringdan lífvörðum, hrasa og falla til jarðar við La Lanterne, þar sem sumarhús forsetans er. Lífverðirnir héldu gangandi vegfarendum frá og báru forsetann bak við stórt tré. Þangað kom Carla Bruni þrjótandi aftan á lögreglumótorhjóli og stuttu síðar lentu þar tvær herþyrlur. Önnur þeirra ferjaði forsetann á sjúkrahús. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert