Henti púðurkerlingum í íþróttafólk

Einn maður var handtekinn í Kaupmannahöfn í dag fyrir að kasta mörgum púðurkellingum og kínverjum í íþróttamenn sem tóku þátt í World Outgames sem er íþróttamót samkynhneigðra.

Einn þátttakenda í leikunum fékk í sig púðurkerlingu og var fluttur á slysavarðstofu.

Samkvæmt Danmarks Radio hófust leikarnir á laugardagskvöldið á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og skömmu síðar réðust tveir ungir menn á þrjá þátttakendur. Voru mennirnir handteknir og kærðir fyrir árásina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert