Lestarræningi látinn laus

Fangelsisyfirvöld á Bretlandi hafa ákveðið að veita lestarræningjanum Ronnie Biggs lausn úr fangelsi af mannúðarástæðum. Frá þessu greindi Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands.

Biggs, sem verður áttræður í næstu viku, er á sjúkrahúsi, þungt haldinn af lungnabólgu.

Straw, sem neitaði að veita Biggs lausn í síðasta mánuði, hefur nú súið við blaðinu.

Ronnie Biggs tók þátt í „lestarráninu mikla“ árið 1963 þegar hann og félagar hans rændu 2,6 milljónum punda, sem svarar 4,7 milljörðum króna að núvirði, úr póstlest á leiðinni frá Glasgow til London. Var þetta mesta rán sem framið hafði verið á þeim tíma. Ræningjarnir börðu eimreiðarstjórann, Jack Mills, með axarskafti og hann náði sér aldrei að fullu. Biggs sagði síðar að árásin á eimreiðarstjórann væri það eina sem hann iðraðist.

Biggs var handtekinn og dæmdur í 30 ára fangelsi en honum tókst að flýja úr Wandsworth-fangelsinu tveimur árum síðar. Hann flúði til Frakklands, Ástralíu og Panama og komst síðan til Rio de Janeiro árið 1970.

Biggs eyddi megninu af hlut sínum í ránsfengnum í flóttann og aðgerð sem hann gekkst undir til að breyta útliti sínu.

Ronnie Biggs, sem er einn af þekktustu glæpamönnum 20. aldar, …
Ronnie Biggs, sem er einn af þekktustu glæpamönnum 20. aldar, var handtekinn í Bretlandi árið 2001 eftir 35 ára útlegð. Mynd úr safni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert