Stór mótmæli í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Allt að 15.000 manns mótmæltu í gærkvöldi aðgerðum dönsku lögreglunnar gegn hópi íraskra flóttamanna. Mótmælin fóru friðsamlega fram en áhlaup lögreglunnar á Brorsens kirkjuna í gær þótti harkalegt. Þar voru 17 Írakar handteknir sem höfðu dvalið í kirkjunni ólöglega undarnfarna mánuði.

Mótmælagangan hófst við Brorsens kirkjuna á Norðurbrú og gengið var um Kaupmannahöfn, kröfðust margir mótmælendanna að Írakarnir yrðu ekki sendir úr landi. Lögreglan sagði að 10-15.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en aðstandendur mótmælagöngunnar sagði um 25.000 hafa tekið þátt.

„Ég vil skora á skynsamt fólk, sem er í Vinstriflokknum og hjá Íhaldinu að taka á málinu,“ hafði Berlingske eftir Jytte Christiansen, einum mótmælendanna.

Einnig var efnt til friðsamlegra mótmæla í  Árhúsum og Álaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...