Stór mótmæli í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Allt að 15.000 manns mótmæltu í gærkvöldi aðgerðum dönsku lögreglunnar gegn hópi íraskra flóttamanna. Mótmælin fóru friðsamlega fram en áhlaup lögreglunnar á Brorsens kirkjuna í gær þótti harkalegt. Þar voru 17 Írakar handteknir sem höfðu dvalið í kirkjunni ólöglega undarnfarna mánuði.

Mótmælagangan hófst við Brorsens kirkjuna á Norðurbrú og gengið var um Kaupmannahöfn, kröfðust margir mótmælendanna að Írakarnir yrðu ekki sendir úr landi. Lögreglan sagði að 10-15.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en aðstandendur mótmælagöngunnar sagði um 25.000 hafa tekið þátt.

„Ég vil skora á skynsamt fólk, sem er í Vinstriflokknum og hjá Íhaldinu að taka á málinu,“ hafði Berlingske eftir Jytte Christiansen, einum mótmælendanna.

Einnig var efnt til friðsamlegra mótmæla í  Árhúsum og Álaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...