Þau sem menga mest í Peking

Orkuver í úthverfi Peking
Orkuver í úthverfi Peking Reuters

Verksmiðjur bandarísku gosdrykkjarisanna Coca-Cola og PepsiCo eru meðal þeirra tólf sem menga vatn mest í höfuðborg Kína, Peking. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum. Kínversk yfirvöld hafa sett sér það markmið að draga úr orkunotkun um 20% á árunum 2006-2010. Þetta þýðir að draga eigi úr notkuninni um 4% á ári - eitthvað sem ekki hefur tekist hingað til.

Í tilkynningu frá orkumálanefndinni  kemur fram að árið í ár sé lykilárið í að ná þeim markmiðum sem sett voru í minni mengun og orkusparnaði.

Bæði PepsiCo-Beijing og Coca-Cola-Beijing neituðu að tjá sig um málið við AFP fréttastofuna þegar eftir því var leitað í dag.

Auk gosdrykkjaframleiðandanna er Benz-DaimlerChrysler á listanum yfir þau fyrirtæki sem menga mikið og eyða mikilli orku. Bílaframleiðandinn ætlar sér að taka sig á í þessum málum með því að bæta mengunarvarnir og draga úr orkunotkun eins mikið og auðið er með nýrri tæki.

Tsingtao brugghúsið, svaladrykkjaframleiðandinn Huiyuan og nokkur kínversk mjólkurbú eru einnig á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert