Reinfeldt vill lækka skatta

Frederik Reinfeldt
Frederik Reinfeldt Reuters

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, sagði í ræðu í dag að Hægri flokkurinn vildi lækka skatta þeirra sem vinna um 10 milljarða sænskra króna eða um nær 180 milljarða íslenskra króna.

Reinfeldt gagnrýndi stjórnarandstöðuna harkalega og fullyrti að Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstri flokkurinn og Umhverfisflokkurinn hefðu lagt til aðgerðir fyrir um 100 milljarða sænskra króna án þess að gera grein fyrir því hvaðan það fé ætti að koma.

Sænski forsætisráðherrann fullyrti að borgaralegu flokkarnir færu varlega með fjármál ríkisins jafnvel þótt Hægri flokkurinn vildi nú lækka tekjuskatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert