Castro virðist hressari

Ný mynd af Fidel Castro í kúbversku blaði bendir til þess að hann sé við talsvert betri heilsu en áður. Hann sést þar ræða við Rafael Correa, forseta Ekvador, sem er í heimsókn á Kúbu.

 Castro, sem er 83 ára, virðist styrkari, hvítt hárið er vandlega strokið aftur og alskeggið fræga er aftur orðið vöxtulegt.  Hann er auk þess snyrtilegri en á myndum sem birtust af honum fyrir nokkrum mánuðum, í hvítri skyrtu en ekki tuskulegum íþróttagalla.

Hann lét af völdum sem einræðisherra Kúbu 2006 vegna heilsubrests og fól bróður þá sínum, Raul, að taka við. Castro mun hafa verið skorinn upp við alvarlegum innanmeinum en ekki hefur verið skýrt nánar frá því hvað hrjáir hann.

Fidel Castro (t.h.) með Rafael Correa Ekvadorforseta á myndinni sem …
Fidel Castro (t.h.) með Rafael Correa Ekvadorforseta á myndinni sem sögð var tekin á föstudag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert