Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif

Muammar Gaddafi faðmar al-Megrahi að sér. Myndir af fundi þeirra ...
Muammar Gaddafi faðmar al-Megrahi að sér. Myndir af fundi þeirra voru sýndar í sjónvarpi í Líbýu AP
Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, viðurkennir í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að viðskiptahagsmunir hafi skipt  máli í ákvörðun Breta um að láta Líbýumanninn Abdelbaset al-Megrahi, sem sat í lífstíðarfangelsi fyrir sprenginguna yfir skoska bænum Lockerbie, lausan.

 Straw staðfestir við blaðið lausn al-Megrahi hafi verið liður í samningum sem leyfðu breska olíurisanum BP að bora eftir olíu í Líbýu. Straw hafði áður neitað þessum ásökunum en breska blaðið Sunday Times fjallaði um málið fyrir tæpri viku síðan.

Vangaveltur um slíkan samning hafa verið háværar allt frá því að al-Megrahi var leystur úr haldi og sendur heim til Líbýu í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Sunday Times skrifaði Straw skoska dómsmálaráðherranum, Kenny MacAskill, í desember 2007 og sagði að „víðtækar samningaviðræður við Líbýumenn væru að komast á úrslitastig“ og að hann myndi hætta við tilraunir til að halda al-Megrahi utan við samning um lausn fanga „í ljósi yfirþyrmandi hagsmuna Bretlands“.

Heimildir Sunday Times herma að al-Megrahi yrði hluti af samningnum hafi í raun verið tekin í London í þágu breskra þjóðarhagsmuna en ekki af yfirvöldum í Skotlandi.

Þegar líbýsk yfirvöld notuðu samning við BP sem útspil til að fá al-Megrahi lausan hafi Jack Straw skipt um skoðun. Samningurinn hljóðaði upp á 15 milljarða punda og snerist um olíu- og gasvinnslu en tilkynnt var um hann í maí 2007. Sex mánuðum síðar beið samningurinn enn staðfestingar.

Samkvæmt Sunday Times skrifaði Straw umrætt bréf til MacAskill þann 19. desember 2007 og sex vikum síðar hafði Líbýustjórn samþykkt samninginn við BP.

Talsmenn BP hafa neitað því að stjórnmál hafi haft áhrif á samþykkt samningsins eða að hann hafi tafist vegna samninga um fangaflutninga.

Utanríkisráðherra Líbýu, Musa Kusa, segir hins vegar í viðtali við Times að olíuviðskipti hafi ekki skipt neinu máli við lausn Megrahi. Segir hann að ef stjórnvöld í Líbýu hafi viljað fara þá leið þá hafi slíkt verið reynt fyrir löngu síðan.

Grein Telegraph í dag

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...