Borgarar meðal látinna

Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. ...
Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. föstudag. STRINGER/AFGHANISTAN

Yfirmaður hersveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, Stanley McChrystal, hefur staðfest að óbreyttir borgarar hafi verið meðal þeirra sem fórust í loftárás NATO á norðurhluta Afganistans á föstudag. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo í dag. 

Talið er að minnst 90 manns hafi farist þegar orrustuþota Atlantshafsbandalagsins varpaði sprengju á tvo bensínflutningabíla sem Talibanar höfðu stolið. Talsmaður NATO hafði áður sagt að um 40 Talibanar hafi farist í árásinni en engir almennir borgarar.

Stanley McChrystal, yfirmaður hersveita NATO, heimsótti nú um helgina sjúkrahús þar gert er að sárum þeirra sem særðust í loftárásinni. Hann ræddi m.a. við tíu ára strák sem slasast hafði bæði á handleggjum og fótleggjum í slysinu.

Afganskur læknir hugar að einum hinna særðra.
Afganskur læknir hugar að einum hinna særðra. OMAR SOBHANI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...