Sonur Gaddafi hafnar bótakröfu

Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hélt nýlega upp á 40 ára valdasetu …
Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hélt nýlega upp á 40 ára valdasetu sína. Reuters

Saif al-Islam Gaddafi, sonur Muammars Gaddafi Líbýuleiðtoga, segir að Líbýumenn muni ekki verða við beiðni bresku stjórnarinnar um að Líbýumenn greiði aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkaárása Írska lýðveldishersins (IRA) í Bretlandi skaðabætur. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Segir hann að slík krafa verði að fara dómstólaleiðina en Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti í gær til að verða við beiðni um að stjórn hans beitti sér fyrir því að Líbíumenn greiði fjölskyldum skaðabætur þar sem Líbýumenn hafi útvegar (IRA) sprengjuefni. 

„Þeir hafa sína lögmenn, við höfum okkar lögmenn," sagði Saif í viðtali við fréttastofu Sky. „Það getur hver sem er bankað upp á hjá okkur. Þeir gera það með því að fara dómstólaleiðina."

Þegar hann var spurður að því hvort fyrsta svar Líbýumanna við skaðabótakröfunni yrði nei, svaraði hann: „Auðvitað." 

Talsmenn fjölskyldanna hafa þó fagnað ummælum hans sem þeir segja viðurkenningu á því að ráðamenn í landinu láti sig málið varða.   

„Ég er bjartsýnn," segir lögmaðurinn Jason McCue. „Þetta sýnir að þeir ætla að virða okkur viðlits sem er meira en þeir hafa gert hingað til. Við áttum alltaf von á því að þetta myndi fara dómstólaleiðina en nú eru vísbendingar um að möguleiki sé á því að fá skaðabætur.

Saif staðfhæfir einnig í viðtalinu að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki átt samningaviðræður við yfirvöld í Líbýu um lausn  Lockerbie fangans, Abdelbaset Ali al-Megrahi. Þá sagði hann forsvarsmenn bresku stjórnarandstöðunnar viðbjóðslega að reyna að nýta sé mál hans í pólitískum tilgangi. „Þeir eru að reyna að nota þann mannlega harmleik sjálfum sér til framdráttar," sagði hann. Það er algerlega siðlaust að nota málið í pólitískum tilgangi." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert