Skyr slær í gegn í Noregi

Íslenskt skyr gerir það gott í Noregi.
Íslenskt skyr gerir það gott í Noregi.

Íslenskt skyr, sem Q-meieriene framleiðir í Noregi í samstarfi við Mjólkursamsöluna á Íslandi, nýtur mikilla vinsælda í Noregi. Framleiðendur segja söluna hafa farið fram úr björtustu vonum. 

Um hálfum mánuði eftir að varan hafi verið sett á markað séu sölutölurnar svipað því og þeir hafi gert ráð fyrir árið 2012. Þetta kemur fram í Gudbrandsdølen Dagningen.

Talsmenn fyrirtækisins segja að upphaflega hafi verið stefnt að því að framleiða um 7000 lítra á viku. Nú megi tvöfalda þá tölu, slík sé eftirspurnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert