Tollurinn getur afritað harða diskinn

mbl.is/Kristinn

Bandarískir tollverðir geta skoðað innihald farsíma, mp3-spilara og afritað harða diskinn í fartölvum, samkvæmt fréttum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar.

Samkvæmt reglum frá 25. ágúst hefur tollurinn rétt til þess að senda áfram innihaldið til annarra stofnana. Bæði lögmenn og mannréttindasamtök að reglurnar séu á skjön við bandarísku stjórnarskrána.

„Ég er hættur að taka fartölvuna mína með mér þegar ég fer úr landi,“ segir lögmaðurinn Mark Reichel í viðtali við sjónvarpsstöðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert