13 ára ákærður fyrir íkveikju

Skógareldar í Kaliforníu.
Skógareldar í Kaliforníu. AP

Yfirvöld í Los Angeles hafa ákært 13 dreng fyrir íkveikju og vera þannig valdur að skógareldum sem geisuðu á 850 hektara svæði í síðasta mánuð.  Eldurinn geisaði í skógi Angeles þjóðgarðsins og brenndi allt á 7,7 ferkílómetra svæði en íbúðarhús sluppu.

Saksóknarar ákærðu drenginn annars vegar fyrir að hafa kveikt eld í skógi þann 25 ágúst og hins vegar fyrir íkveikju af gáleysi.

Degi síðar kviknaði eldur í sama skógi og brenndi niður nær 650 ferkílómetra, og eyðilagði 89 íbúðarhús.Yfirvöld hafa hins vegar ekki ásakað drenginn um að vera valdur að þeim eldi.

Drengurinn er ekki í gæsluvarðhaldi en verður að mæta þegar málið verður tekið fyrir í nóvember. Verði hann sakfelldur getur hann búist við því að vera í fangelsi til 25 ára aldurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert