Susan Atkins látin

Susan Atkins.
Susan Atkins. AP

Susan Atkins, fyrrum fylgismaður fjöldamorðingjans Charles Manson, er látin. Hún var forðum dæmd ásamt Manson fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate árið 1969.

Atkins var 61 árs þegar hún lést og hafði verið með krabbamein í heila. Aðeins tæpum mánuði fyrr hafði dauðvona konunni verið neitað um reynslulausn. Þegar hún kom til yfirheyrslunnar og sótti um reynslulausnina var hún á sjúkrabörum og svaf mestallan tímann.

Terry Thornton, talsmaður refsimála hjá Kaliforníu-ríki, segir að Atkins hafi látist á fimmtudagskvöld. Árið 2008 var hún greind með krabbamein í heila, tekinn var af henni fótur og henni voru gefnir örfáir mánuðir. Eftir heilauppskurð var hún lömuð og átti erfitt um mál. Þó tókst henni að tala stutta stund í yfirheyrslunni um reynslulausn, vitnaði  þá í trúarlegt ljóð með aðstoð lögfræðings síns, James Whitehouse.

Ári áður en hún lést var hún flutt á sérhæfða sjúkrastofnun fyrir kvenkyns fanga.

Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt. Hún var eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Hún var meðal sjö fórnarlamba á tveimur heimilum sem urðu fyrir æði Mansons í ágúst 1969.

Atkins er sú fyrsta af þeim sem dæmdir voru fyrir ódæðin til að deyja. Manson og þrír aðrir tóku þátt í þeim, Patricia Krenwinkel, Leslie van Houten og Charles „Tex“ Watson eru enn í fangelsi þar sem þau sitja af sér ævilangt fangelsi. Atkins hefur setið í fangelsi lengst allra kvenna í Kaliforníu.

Atkins játaði á sig morðin í vitnastúku á meðan á réttarhöldunum yfir henni stóð. Í gegnum árin hefur hún margsinnis beðist fyrirgefningar á verknaðinum. Hins vegar kom það í ljós 40 árum eftir ódæðið að fáir höfðu gleymt eða fyrirgefið það sem hún og fylgismenn Manson gerðu.

Debra Tate, yngri systir Sharon Tate, sagði í yfirheyrslunni þegar sótt var um reynslulausn Atkins, að hún myndi biðja fyrir sál Atkins þegar hún drægi andann  í síðasta sinn. „En þangað til finnst mér að hún eigi að vera í haldi,“ sagði Tate. Hún minnti jafnframt á að ef systir hennar hefði lifað ætti hún fertugan systurson á lífi, þar sem Sharon Tate var barnshafandi þegar hún var myrt.

Áður en Atkins lést hafði Vincent Bugliosi, saksóknarinn í málinu frá 1970, lýst því yfir að hann væri hlynntur því að hún yrði leyst úr haldi af mannúðarástæðum þar sem hún lægi á dánarbeðinum.

Upphaflega voru Atkins og félagar dæmdir til dauða en dómurinn var minnkaður í ævilangt fangelsi þar sem dauðarefsing var bönnuð samkvæmt hæstarétti Bandaríkjanna í stuttan tíma  á áttunda áratugnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...