Fimm ár í fangelsi fyrir að stæra sig af kynlífsreynslu

Mazen Abdul Jawad
Mazen Abdul Jawad

Karlmaður sem stærði sig af kynlífsreynslu sinni í líbönskum sjónvarpsþætti var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ósiðsamlega hegðun. Maðurinn sem býr í Sádí-Arabíu var dæmdur þar í landi en ríkið er eitt það íhaldssamasta  í Arabaheiminum. Brjóti fólk þar ströng íslömsk lög, t.d. með drykkju eða kynlífi fyrir hjónaband, er refsingin húðstrýking eða fangelsisvist.

Mazen Abdul Jawad talaði um kynferðislega landvinninga sína og sagði  m.a. að þeir hefðu hafist með nágrannastúlku þegar hann var 14 ára gamall.  Þrír félagar hans sem einnig komu fram í útvarpsþættinum voru dæmdir í tveggja ára fangelsi.

Í þættinum, sem var tekinn upp í piparsveinaíbúð mannsins í Mekka, talaði hann fjálglega um hvernig hann næði sér í konur og sýndi ýmiskonar kynlífsleikföng sem hann átti. Mikil reiði greip um sig eftir að þátturinn var sýndur og þá ekki síst eftir að hægt var að nálgast hann á YouTube.  Abdul Jawad var síðan handtekinn í lok júlí.

Myndskeiðið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert