Guðadans á heimsminjaskrá

UNESCO hefur lýst því yfir að forn og afar sérstæð danslist sem tíðkast hefur í Mexíkó sé þess verð að hljóta sess á heimsminjaskrá. Hið forna loftfimleika form, sem kallast Danza de los Voladores de Papantla er þar með komið á lista yfir hefðir og siðvenjur sem taldar eru í hættu á að deyja út og gleymast. 

Dansinn er á rætur sínar hjá frumbyggjum Mexíkó í þeirri hefð að þegar hungursneyð eða þurrkar þjökuðu þorpin sendu öldungarnir presta til að færa guðunum fórnir og biðja um regn og frjósöm lönd. Fimm menn skáru þá niður tré, settu það á jörðina og klæddu sig upp í fuglslíki og hófu sig til flugs til að ná athygli guðanna.

Það var fyrst árið 2001 sem UNESCO ákvað að menningararfleifð svo sem dans og tónlist, ætti fullt erindi á verndarlista rétt eins og náttúruminjar eða fornmunir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert