Sarkozy veldur fjaðrafoki

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er sakaður um að hygla ættingjum sínum með því að koma þeim í áhrifastöður, en 23 ára gamall sonur hans hefur verið kosinn til að stýra opinberri stofnun í Frakklandi.

Stofnunin, sem kallast l'EPAD, stjórnar auðugasta viðskiptahverfi landsins. Jean Sarkozy er laganemi á öðru ári í háskóla. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt reynsluleysi hans og spyrja hvernig á þessu standi. 

Þeir sem búa og starfa í La Defense, sem er í úthverfinu Hauts de Seine í París, eru einnig óánægðir með þróun mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert