Segir Tsvangirai stjórnast af eiginhagsmunum

Robert Mugabe
Robert Mugabe Reuters

Forseti Zimbabve, Robert Mugabe, ásakaði forsætisráðherrann, Morgan Tsvangirai, í dag um að bregðast þjóðhagsmunum eftir að hafa dregið til baka stuðning sinn við viðkvæma stjórn landsins.

„Maður fær alltaf öðru hvort fólk í ríkisstjórnina sem láta leiðast af eiginhagsmunum í stað þjóðarhagsmuna,“ sagði hann í viðtali við blaðið Herald.

Lýðræðishreyfingin, flokkur Tsvangirai, sagði í vikunni að hún gæti ekki lengur stutt Zanu flokk Mugabes, sem mótmæli við áframhaldandi fangelsun á aðstoðarmanni Tsvangirais en hann er ásakaður um hryðjuverk.

Þótt leiðtogi hreyfingarinnar hafi sagt að hann ætli sér ekki að yfirgefa stjórnina hefur sagt að samkomulag milli flokkanna verði einungis virt aftur þegar deilur milli flokkanna hafa verið leystar og ofsóknum gegn fylgismönnum hans verði hætt.

Áætlað er að Mugabe og Tsvangirai hittist á mánudag til þess að ræða saman.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert