Tilkynnti um eigin ölvunarakstur

Tæplega fimmtug bandarísk kona sagðist ekki vilja nokkurn mann og hringdi því í neyðarlínuna, 911, og tilkynnti um eigin ölvunarakstur.

„Ég vil engan meiða, ég er full,“ sagði Mary Strey frá bænum Granton við símsvaranda hjá neyðarlínunni, en hún hafði þá lagt bíl sínum norðaustur af bænum Neilsville í miðju Wisconsinríki.

Aðalfulltrúi sýslumannsins í Clarksýslu,  Jim Backus, segir að í blóði konunnar hafi áfengismagn verið helmingi meira en að hámarki megi vera til aksturs.

Backus segir það afar fátítt að ökumenn tilkynni um eigin ölvun undir stýri. Hún játti að hafa setið að sumbli næturlangt áður en hún lagði upp í ökuferðina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert