Feneyjar á floti

Flóð eru nú í Feneyjum á Ítalíu, líkt og á síðasta ári, og er miðborgin nánast öll undir vatni. Þurfa íbúar og ferðamenn að klæðast vaðstígvélum til að fara ferða sinna um gangstíga borgarinnar.

Óveður hefur verið á norðurhluta Ítalíu undanfarna daga og hefur þar verið hvassviðri og mikil úrkoma.

Flóð á þessum árstíma hafa verið nánast regla frekar en undantekning á síðustu árum. Stefnt er að því að neðanjarðarstífla verði tilbúin árið 2011 og er vonast til að hún muni vernda borgina fyrir flóðum upp að einhverju marki.

Árið 1966 stóðu um 5000 manns eftir heimilislaus þegar 1,94 metra hátt vatnsflóð reið yfir borgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert