Pútín forseti á ný?

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segist munu „íhuga það“ að bjóða sig fram sem forseta landsins árið 2012 þegar kjörtímabili Dmítry Medvedev, núverandi forseta, lýkur. Hann segist alla vega ekki vilja útiloka að hann snúi aftur í forsetaembættið.

„Ég mun íhuga það. Það er nægur tími,“ sagði Pútín þegar hann var spurður í opnum símatíma á sjónvarpsstöð þar sem hann sat fyrir svörum. Pútín var forseti Rússlands á árunum 2002-2008 og í hugum margra Rússa er hann enn valdamesti leiðtogi landsins.

Orðrómur þess efnis að Pútín hygðist sækjast eftir forsetaembættinu á ný hefur lengi verið sterkur.


Vladímír Pútín
Vladímír Pútín RIA NOVOSTI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert