Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta

Rajendra K. Pachauri, formaður loftslagsnefndar SÞ (fyrir miðju), Yvo de …
Rajendra K. Pachauri, formaður loftslagsnefndar SÞ (fyrir miðju), Yvo de Boer, framkvæmdastjóri Rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar (t.h.) og Lars Løkke Rasmussen (t.v.) á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í morgun. Reuters

Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), Rajendra Pachauri, flutti ávarp á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í morgun og gagnrýndi þá sem stálu tölvupóstum vísindamanna loftslagsdeildar háskólans í Austur-Anglíu og birtu gögnin á netinu. Pachauri sagði að markmið tölvuþrjótanna væri að grafa undan trúverðugleika vísindamanna loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Pachauri varði störf loftslagsnefndarinnar, sagði hana hafa lagt mikla áherslu á að meta öll vísindaleg gögn á sanngjarnan og hlutlausan hátt. Áður hafði Pachauri sagt að loftslagsnefndin hygðist rannsaka ásakanirnar til hlítar.

Loftslagsnefndin notaði gögn frá vísindamönnum háskólans í Austur-Anglíu, en þeir eru m.a. sakaðir um að hafa reynt að leyna gögnum sem renni stoðum undir efasemdir um kenningar vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa ýkt hættuna sem talin er stafa af hlýnun jarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert