Mörg hundruð handtekin í Kaupmannahöfn

Handteknir mótmælendur bíða í röðum eftir að vera fluttir í …
Handteknir mótmælendur bíða í röðum eftir að vera fluttir í fangageymslur. Reuters

Milli 300 og 400 mótmælendur hafa verið handteknir í Kaupmannahöfn í dag en talið er að yfir 100 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn loftmengun í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni.

Að sögn fréttavefjar Berlingske Tidende er hinum handteknu ekið á brott í rútum í húsnæði Valby þar sem teknar verða af þeim skýrslur. Kannaður verður sakaferill fólksins og þeir sem ekki hafa áður komist í kast við lögin verða væntanlega látnir lausir. 

Blaðið segir, að mótmælaaðgerðirnar séu nú utan við Bella Center á Amager þar sem loftslagsráðstefnan er haldin.   

Mótmælendur ganga í átt á Bella Center í dag.
Mótmælendur ganga í átt á Bella Center í dag. Reuters
Tugir þúsunda hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn í …
Tugir þúsunda hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert