Átök við Fields

Mótmælaganga lagði af stað frá brautarstöðinni í Tårnby í morgun.
Mótmælaganga lagði af stað frá brautarstöðinni í Tårnby í morgun. Reuters

Á annað hundrað manns hafa verið handteknir eftir að til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda við verslunarmiðstöðina Fields á Ørestad í Kaupmannahöfn. Mótmælaganga er einnig á leiðinni frá Tårnby í útjaðri borgarinnar að Bella Center þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin.

Fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende að um 300 manns hafi ætlað að reyna að komast inn á svæðið við Bella Center. Lögreglan reyndi að dreifa hópnum og notaði m.a. hunda. Hluti mótmælendanna hljóp þá á bak við Fields, sem er skammt frá.

Mótmælaganga, sem farin er undir kjörorðinu Reclaim Power, nálgast nú Bella Center frá Tårnby. Talið er að um 2500 manns taki þátt í göngunni. Að sögn Berlingske Tidende hefur fólk safnast saman til að fylgjast með göngunni og var m.a. kastað eggjum í göngumenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert