Slösuðust í jarðskjálfta í Japan

Að minnsta kosti sjö slösuðust og yfir tuttugu byggingar skemmdust í jarðskjálfta í Japan. Fyrsti skjálftinn mældist 5,2 stig á Richter og reið hann yfir klukkan 8:45 í morgun að japönskum tíma, 23:45 að íslenskum tíma. Yfir 100 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá.

Skjálftinn átti upptök sín í Kyrrahafinu við Izuskaga í um 90 km fjarlægð frá Tókýó.

Skemmdirnar voru mestar í borginni Ito á Izuskaga. Þar fóru vegir í sundur, hús skemmdust og nokkrir slösuðust.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert