Heilbrigðisfrumvarp Obama samþykkt

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú fyrir stund lokaútgáfu af sögulegu frumvarpi um umbætur á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Áfanginn er mikill pólitískur sigur fyrir Barack Obama. Sagt er að frumvarpið muni leiða til einna umfangsmestu breytinga á bandaríska heilbrigðiskerfinu í áratugi, en markmið þess er að 31 milljón ótryggðra Bandaríkjamanna fái heilbrigðistryggingu.  

Obama hafnar fullyrðingum um að frumvarpið sé veikara en áður vegna málamiðlanna. Frumvarpið var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 39 og kusu öldungadeildarþingmenn eftir flokkslínum. Frumvarpið hefur verið marga mánuði til umræðu og segja repúblikanar sem eru andsnúnir því að það sé bæði of kostnaðarsamt, í því felist forræðishyggja og það ógni borgaralegu frelsi.

Endurbætur á heilbrigðiskerfinu eru eitt helsta kosningaloforð Barack Obama og forgangsatriði ríkisstjórnar hans í innanríkismálum.

Eftir er að samræma frumvarpið þeirri útgáfu sem samþykkt var fyrr í mánuðinum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefst sú vinna um miðjan janúar.

Barack Obama
Barack Obama LARRY DOWNING
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert