Vetur konungur ræður ríkjum í Evrópu

Vetur konungur hefur látið finna fyrir sér víða í Evrópu. Víða hafa samgöngur farið úr skorðum og þá hafa þjóðverjar dustað rykið af ísbrjótum til að halda skipaleiðum opnum, sem liggja eftir fljótum landsins.

Mjög hefur snjóað í álfunni og eru frosthörkur miklar. Í nótt mældist um 10 stiga frost í Bretlandi og hefur veðurstofan gefið út viðvaranir vegna veðurs, en búist er við mikilli snjókomu á næstu dögum.

Mörgum breskum flugvöllum hefur verið lokað og þá hafa orðið miklar tafir á lestarsamgöngum og mörgum ferðum aflýst.

Sama er uppi á tengingum í Þýskalandi, en veðurfræðingar spá áframhaldandi kuldakasti og snjókomu næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert