Handtekinn fyrir kveðjukoss

Konan og maðurinn á Newark flugvelli.
Konan og maðurinn á Newark flugvelli.

Lögregla í New York hefur handtekið 28 ára gamlan karlmann, sem grunaður er að hafa brotið öryggisreglur á Newark flugvelli í New Jersey sl. sunnudag þegar hann fór inn á öryggissvæði til að gefa konu, sem var að fara með flugvél, kveðjukoss.

Flugvellinum var lokað um tíma á meðan mannsins var leitað en óttast var að hann hefði illt í hyggju. Maðurin fannst ekki fyrr en í gærkvöldi en þá höfðu myndir úr öryggismyndavélum leitt í ljós að hann hafði fylgt konu inn á brottfararsvæði og kvatt hana þar með kossi. 

Maðurinn heitir Haison Jiang og er 28 ára gamall námsmaður við Rutgersháskóla.  Maðurinn verður væntanlega ákærður fyrir að brjóta öryggisreglur en honum var sleppt úr haldi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert