Stefnir í búrkubann í Frakklandi

Búrkuklæddar konur
Búrkuklæddar konur TOUSSAINT KLUITERS

Frakkar eru nú skrefi nær því að banna Múslimakonum að klæðast íslömskum alklæðnaði, en í dag kemur út út skýrsla þar sem kallað er eftir því að búrkur verði bannaðar í opinberum byggingum. Það er nefnd á vegum franska þingsins sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að taka skuli fyrir klæðnað sem hylji allt andlitið, en málið hefur verið ákaflega umdeilt í Frakklandi.

Skýrslan hefur ekki enn verið birt formlega en efni hennar hefur lekið og er sagt að i henni sé búrkan kölluð ögrun við frönsk gildi og teknar séu saman 18 ráðleggingar, þ.á.m. bann við klæðnaðinum á „opinberum vettvangi" s.s. á sjúkrahúsum, í skólum og almenningssamgöngum.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sló tóninn í umræðunni þegar hann lýsti því yfi að búrkan væri „ekki velkomin" í Frakklandi og að hún væri táknmynd fyrir undirgefni kvenna sem ekki sé umborin í landi sem vilji líta á sig sem leiðandi í mannréttindum.

Allar vonir um að ná pólitískri sátt í málinu hafa dagað uppi. Nú þegar hafa þingmönnum verið kynnt drög að frumvarpi sem myndi gera það ólöglegt fyrir hvern sem er, karla sem konur, að hylja andlit sitt á almannfæri af öryggisástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert