Mikill snjómokstur framundan

Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna eiga í vændum mikinn snjómokstur eftir að snjó kyngdi þar niður á föstudag og laugardag. Snjókoman hefur valdið usla og voru um 350 þúsund manns án rafmangs í morgun í Virginíu og Maryland. Þá eru tvö banaslys rakin til snjókomunnar. 

Bylurinn náði frá austurhluta Indiana til New Jersey og í suðurátt til Norður-Karólínu. Vindhraðinn náði 25 metrum á sekúndu og jafnfallinn snjór mældist allt að 96 sentimetrar nálægt Baltimore sem er met. Þá var jafnfallinn snjór yfir 60 sentimetrar í höfuðborginni Washington, sem einnig er talið vera met. Rafmagnsstaurar brotnuðu víða undan snjóþunganum.

Veðurfræðingar hafa hvatt fólk til að halda sig heima í dag en  þótt stytt hafi upp í nótt er áfram kalt og aðstæður á vegum eru mjög erfiðar. Búist er við að nokkrir dagar geti liðið áður en búið verður að koma rafmagni á allstaðar þar sem það fór. 

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, varð að fara úr Hvíta húsinu í gær til að halda ræðu á fundi hjá Demókrataflokknum. Bíll í bílalest hans, lenti á leiðinni í smávægilegu umferðaróhappi vegna hálkunnar. Í ræðunni talaði Obama um  „Snowmageddon".

Ríkisstjórar Virginíu, Maryland og District of Columbia lýstu yfir neyðarástandi í gær vegna snjókomunnar svo þeir gætu varið opinberu fé til aðgerða og kallað út þjóðvarðliða.

Banaslys varð í Virginíu á föstudagskvöld þegar ekið var á tvo feðga sem ætluðu að koma vegfaranda til aðstoðar.

Öllum flugum frá Reagan flugvellinum í Washington var aflýst í gær og flestum flugum frá Dulles alþjóðaflugvellinum í Virginíu. Þá urðu miklar truflanir á flugi frá flugvellinum í Baltimore.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...