Sýður upp úr í Árósum

Átök hafa verið milli fylkinga öfgamanna í Árósum.
Átök hafa verið milli fylkinga öfgamanna í Árósum. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Lögreglan í Árósum í Danmörku handtók í gær þrjátíu og þrjá menn eftir mótmæli sem skipulögð voru af öfgamönnum til vinstri gegn samtökum hægri öfgamanna. Þrír menn á þrítugsaldri eru grunaðir um alvarlega árás á yngri mann.

Lengi hafa verið átök milli fylkinganna í Árósum.

Mennirnir þrír eru grunaðir um alvarlega líkamsárás á sautján ára strák sem tók þátt í mótmælunum. Þeir réðust á hann eftir mótmælin, þar sem hann var á gangi í bænum.

Þeir eru einnig grunaðir um aðild að árás á annan mann sem slapp án teljandi meiðsla. 

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert