8.000 miðar á 20 mínútum!

Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Noregi.
Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Noregi. Eggert Jóhannesson

Lausir miðar á úrslitakeppni Eurovision-söngvakeppninnar í Telenor Arena í Bærum þann 29. maí næstkomandi voru bókstaflega rifnir út í morgun. Sala á8.000 lausum miðum hófst klukkkan 9 að norskum tíma og síðasti miðinn seldist kl. 9.20 eða 20 mínútum eftir að salan hófst.

Aðgöngumiðarnir á úrslitin kostuðu frá 800 norskum krónum og upp í 1.600 NKR eða frá um 17 þúsund íslenskum krónum og upp í rúmlega 34 þúsund krónur. Dýrustu miðarnir seldust fyrst.

Í tónleikahöllinni verður pláss fyrir 18.000 gesti. Áhugamannaklúbbum höfðu verið tryggðir 1.800 miðar að því er norskir fjölmiðlar greina frá. Það á að tryggja góða stemmningu í salnum.

Alls taka 39 þjóðir þátt í undanúrslitum og úrslitakeppninni og fá þær samtals um 1.200 miða sem ýmist eru ætlaðir boðsgestum eða verða afhentir gegn greiðslu. Miðað er við að hver þátttökuþjóð fái 15 frímiða og rétt til að kaupa 15 miða til viðbótar.

Aðstanendur keppninnar í Noregi segja mikinn áhuga á henni í Þýskalandi. Einnig varð vart mikils áhuga frá Dönum og Svíum. Enn munu vera fáanlegir miðar á lokaæfingu úrslitakeppninnar og á tónleika undanúrslitakeppna. Miðarnir á þær keppnir kosta frá 300 og upp í 600 norskar krónur, eða frá tæplega 6.500 íslenskum krónum og upp í tæp 13.000 ÍKR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...