Hryðjuverkaárás á Indlandi

Sprengingin varð við bakarí sem er vinsælt hjá erlendum ferðamönnum.
Sprengingin varð við bakarí sem er vinsælt hjá erlendum ferðamönnum. Reuters

Átta manns létust og tuttugu slösuðust í sprengingu í borginni Pune á Vestur-Indlandi. Lögreglan hefur staðfest að um hryðjuverk sé að ræða. 

Sprengingin varð um hálf sjö leytið að staðartíma (kl. 13 að íslenskum tíma) fyrir utan þýska bakaríið í Koregaon svæðinu, en bakaríið er vinsælt meðal erlendra ferðamanna.  

„Þetta er hryðjuverkaárás og þegar er búið að senda sérsveitina til Pune,“ hafði indverska fréttastofan Press Trust of India eftir innanríkisráðherranum G.K. Pillai.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert