Herða þumalskrúfur á Grikkjum

Elena Salgado (t.v.), fjármálaráðherra Spánar en þeir fara með forystu …
Elena Salgado (t.v.), fjármálaráðherra Spánar en þeir fara með forystu í ESB, og George Papaconstantinou fjármálaráðherra Grikklands, fyrir fund fjármálarþaðherra ESB. Reuters

Evrópusambandið herti enn þumalskrúfurnar á Grikkjum í dag í því skyni að endurheimta traust markaðarins. Stjórnvöldum í Aþenu var gefinn aðeins 30 daga frestur til að snúa við bullandi halla á ríkisfjármálum og skuldasöfnun.

Svíar, sem standa utan evrusvæðisins, voru í fararbroddi á fundi fjármálaráðherra alla Evrópusambandslandanna í Brussel og sendu grískum stjórnvöldum viðvörun um að þau yrðu að standa sig „framar vonum“ fjárfesta ef þau ætluðu að bægja frá árásum markaðarins.

Evrulöndin 16 samþykktu í gær „aukaráðstafanir“ gagnvart Grikkjum fyrir  16. mars næstkomandi. Þær fólust m.a. í að auka skyldi niðurskurð kostnaðar og hækka skatta ef aðgerðir reynast ekki fullnægjandi. Þessar ráðstafanir átti að samþykkja á fundinum í dag.

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði að grísk stjórnvöld þyrftu að ganga miklu lengra en þau hafa þegar gert ef þeim eigi að takast að ná markmiði frá því í fyrra um að skera niður halla um þriðjung. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert