Gagnrýn Alþjóðahvalveiðiráðið

Grindhvalur
Grindhvalur

Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund gagnrýna að hugmyndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um breytingar á hvalveiðum, geti komið til með að binda enda á bann á hvalveiðar í atvinnuskyni, sem hafi nú staðið í yfir tvo áratugi.

Wendy Elliott talsmaður hjá  WWF sagðist á vef Voice of America hafa áhyggjur að því að Japönum verði leyft að veiða hvali í Suðurhafi. Þar sé friðað svæði og eitt af þeim svæðum sem mest sé af hvölum í heiminum. Elliott segist hafa áhyggjur af því að leyft verði að veita hvalategundir sem ekki hafi verið sýnt fram á vísindalega að þoli veiði. Hún segist einnig óttast að hið nýja fyrirkomulag muni byggjast fremur á pólitík en vísindalegum staðreyndum og það flytji málefni hvala aftur til hinna myrku miðalda.

Eins og fram kom á vef mbl.is fyrr í dag er hugmyndin sú að leyfa takmarkaðar hvalveiðar en jafnframt draga úr fjölda þeirra hvala sem veiddur er á hverju ári í vísindaskyni. Alþjóðahvalveiðiráðið myndi fá vísindaveiðarnar undir sinn hatt en ásamt Íslendingum hafa Japanir og Norðmenn stundað hvalveiðar í vísindaskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert