Sprengjuárás í Bangkok

Spenna jókst í Bangkok í Thailandi í dag þegar tveir hermenn særðust eftir að þremur handsprengjum var kastað að herstöð þar. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á sprengjutilræðinu á hendur sér en mótmæli hófust á landinu á föstudag í því að skyni að fá stjórnina til að segja af sér og efna til kosninga.

Árásin er gerð í kjölfar þess að forsætisráðherra landsins hefur hafnað tilmælum mótmælenda.

Talið er að allt að 150.000 manns hafi safnast saman til mótmælanna sem hafa hingað til verið friðsamleg.

Annars vegar takast á stuðningsmenn hersins, háttsettra borgarbúa og konungssinna og hins vegar fulltrúar dreifbýlisins sem klæðast rauðu til merkis um stuðning sinn við fyrrum forsætisráðherra landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert