Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið

Mynd úr myndskeiðinu .þar sem sést þegar skotið er á …
Mynd úr myndskeiðinu .þar sem sést þegar skotið er á Íraka og fréttamenn Reuters.

Talsmaður bandaríska hersins segir myndband, sem sýnir árás hermanna úr þyrlu á menn á jörðu niðri í Bagdad, og birt hefur verið á Wikileaks, ekki gefa neinar nýjar upplýsingar. Grein hefði verið gerð fyrir árásinni á sínum tíma.

„Frá árinu 2007 höfum við gert grein fyrir öllu sem kemur fram á myndbandinu,“ segir talsmaðurinn í samtali við AFP. „Við höfum viðurkennt að árásin átti sér stað og að tveir starfsmenn Reuters hafi látið lífið.“ Þá segir hann einnig hafa verið gert opinbert að tvö börn hefðu særst í árásinni.

Á myndbandinu tala þyrluflugmaður og hermenn á jörðu niðri saman og hefja loks skothríð á menn sem þeir töldu bera vopn. „Á þessum tíma gátum við ekki séð hvort starfsmenn Reuters voru með vopn eða myndavélar,“ segir talsmaðurinn.

Í yfirlýsingu frá fréttastjóra Reuters segir að dauði Namir Noor-Eldeen og Saeed Chmagh fyrir þremur árum hafi verið mikill harmleikur og sýnt hversu hættulegt getur verið að flytja fréttir af stríðshrjáðum svæðum.

„Við höldum áfram að vinna að öryggi fréttamanna og að vekja athygli á mikilvægi starfs þeirra og þeirri hættu sem ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn setja sig í.“

Myndbandið á vef Wikileaks

Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert