Norskir nasistar báðu Hitler um land í Rússlandi

Vidkun Quisling vildi stofna norskar nýlendur í Sovétríkjunum.
Vidkun Quisling vildi stofna norskar nýlendur í Sovétríkjunum.

Leppstjórn nasista í Noregi, meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, óskaði ítrekað eftir því við þýsk stjórnvöld í Berlín, að fá að stofna norskar nýlendur í Sovétríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum, sem norska þjóðskjalasafnið birti á vef sínum í dag.

Alls voru um 5000 skjöl frá tímum heimsstyrjaldarinnar birt í dag í tilefni af því að 70 ár eru á morgun liðin frá því Þjóðverjar gerðu innrás í Noregi. Þar af fjallar 281 skjal um áform norsku leppstjórnarinnar um að auka svigrúm Norðmanna. Sýna skjölin, að Vidkun Quisling og samstarfsmenn hans í norsku stjórninni fóru ítrekað fram á það við Þjóðverja, meðan á hernámi þeirra stóð á árunum 1940 til 1945, að fá svæði til umráða í Sovétríkjunum en Norðmennirnir töldu víst, að Þjóðverjar yrðu fljótir að leggja Sovétríkin undir sig.

Skjölin sýna, að stjórn Quislings setti á stofn sérstaka Rússlandsskrifstofu, Austrveg, í júní 1941, skömmu eftir að Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin. Norska stjórnin fór fyrst fram á að fá til umræða landssvæði nálægt Murmansk en þegar Þjóðverjar tóku dræmt í það fóru Norðmenn fram á svæði í Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.  Ráðherrar ferðuðust meira að segja til Úkraínu til að skoða hentug svæði.

Terje Emberland, sagnfræðingur hjá Holocaust Studies stofnuninni í Ósló, sagði við AFP að þessi skjöl varpi ljósi á hve samvinnan milli norsku leppstjórnarinnar og nasistastjórnarinnar í Þýskalandi var náin um þjóðarmorðaáætlanir nasista í austurvegi. 

Heinrich Himmler, leiðtogi SS-sveita nasista, hafði hins vegar engan áhuga á að stofna norskar nýlendur í Sovétríkjunum og lýsti þeirri skoðun, að frekar ætti að nota Norðmenn sem „vopnaða bændur" sem gætu aðstoðað við að stofna nýlendur á herteknu svæðunum.

Þjóðverjar voru hraktir út úr Sovétríkjunum og haustið1944 hófu sovéskar hersveitir að reka þá frá Norður-Noregi. Eftir stríðið var Quisling fundinn sekur um landráð og tekinn af lífi 24. október 1945. Nafn hans hefur orðið að alþjóðlegu orði yfir svikara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...