Sjálfsmorðsárás í Rússlandi

Kona kveikir á kerti til minningar um þá sem létust …
Kona kveikir á kerti til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum í Moskvu nýlega. Reuters

Sjálfmorðsárás var gerð í rússneska héraðinu Ingúsetíu í Norður-Kákasus í dag þegar kona sprengdi sprengju sem hún var með innanklæða. Konan lét lífið og einn lögreglumaður en konan gekk að hópi lögreglumanna áður en hún sprengdi sprengjuna. 

Tvær konur sprengdu sprengjur í neðanjarðarlestum í Moskvu í mars og létu 50 þá lífið. Óttast var að hópur kvenna í Norður-Kákasus, sem nefndar eru svörtu ekkjurnar, væri að skipuleggja árásir til að hefna árása rússneskra hersveita á svæðinu. 

Að sögn embættismanna gekk konan að hópi lögreglumanna og hóf að skjóta á þá úr byssu. Einn lögreglumaður særðist. Sprengjubelti konunnar sprakk síðan. Lögreglumaðurinn, sem særðist, lést síðar á sjúkrahúsi.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert