Frakkar sökkva sjóræningjaskipum

Frá öðrum aðgerðum Frakka við strendur Sómalíu. Hermenn fara um ...
Frá öðrum aðgerðum Frakka við strendur Sómalíu. Hermenn fara um borð í bát. HO

Franska freigátan Nivose sökkti stóru sjóræningjaskipi undan ströndum Sómalíu í morgun. Ellefu Sómalar voru handteknir í aðgerðinni, sem var á vegum Evrópusambandsins, undir merkjum sameiginlegs herskipaflota þess, EU NAVFOR, sem stendur fyrir European Union Naval Force.

Samkvæmt tilkynningu þaðan stöðvaði Nivose för skipsins, leitaði um borð í því og tveimur öðrum minni skipum sem voru með því í för. Þetta var um 480 sjómílur austur af Sómalíu. Hermenn fóru um borð og fundu sönnunargögn um að áhöfnin væri skipuð sjóræningjum.

Mennirnir ellefu voru handteknir, færðir um borð í freygátuna úr öllum þremur skipunum, sem var síðan sökkt á staðnum.

„Yfir 40 hópar sjóræningja hafa verið gerðir óvirkir með þessum hætti á síðustu mánuðum, sem sýnir að aðferðin er að virka,” segir í tilkynningu frá Navfor.

Alþjóðlegt herlið hefur haft erftirlit á Aden-flóa síðan 2008 til að vernda skip frá sjóræningjum. Hins vegar fara þeir víða og eru stundum að verki langt fá heimahögunum, jafnvel við Maldíves-eyjar, nær Indlandi en Afríku. Því er erfitt að stöðva þá alfarið.

Þá er ekki heldur víst hversu vel gengur að koma í veg fyrir að hinir handteknu haldi uppteknum hætti. Ekki er vilji til þess að fara með þá til Evrópu til að dæma þá í fangelsi og því enda þeir flestir aftur í Sómalíu.

Á mánudag bauðst ESB til þess að styðja Keníu og Seychelles-eyjar í því að halda áfram að dæma og fangelsa sómalska sjóræningja, þar sem Keníumenn ætluðu að hætta samstarfi um saksókn í slíkum málum. ESB hefur líka hafið viðræður við fimm önnur ríki á svæðinu, þar á meðal Suður-Afríku og Tansaníu, í von um að fá þau til þess að dæma og fangelsa sjóræningja.

EU NAVFOR Somalia – Operation Atalanta, eins og verkefnið kallast formlega hjá Evrópusambandinu, hófst 8. desember síðastliðinn og verður að minnsta kosti starfrækt í eitt ár. NATO kemur einnig að hindrun sjóræningjastarfsemi við Sómalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Bækurnar að vestan í afmælisgjafir!
Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7,500 Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7,500 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...