Sómalískir sjóræningjar hertóku flutningaskip

Sómalískir sjóræningjar tóku yfir rússneskt olíuflutningaskip með áhöfn úti fyrir strönd Jemen. Um borð í skipinu sem nefnist MV Moscow University var olía sem flytja átti til Kína, að verðmæti 52 milljón dollara. Sjóræningjar hafa hótað að skaða áhöfnina, 23 Rússa, verði reynt að bjarga skipinu.

Árásunum sjóræningja á síðasta ári fjölgaði um nær helming undan strönd Sómalíu þar sem ráðist var á alls 217 skip. Þeim tókst að ræna 47 skipum og 867 skipverjar voru teknir í gíslingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert