Meistaraverkum stolið í París

Franska lögreglan rannsakar málið. Mynd úr safni.
Franska lögreglan rannsakar málið. Mynd úr safni. Reuters

Brotist var inn í Nútímalistasafnið í París í nótt og var fimm málverkum stolið að sögn lögreglu. Þeirra á meðal eru listaverk eftir stórmeistarana Pablo Picasso og Henri Matisse. Verkin eru metin á um 500 milljónir evra (um 80 milljarða kr.).

Lögreglan segir að tilkynnt hafi verið um innbrotið í morgun, þegar starfsmenn listasafnsins komu að brotinni rúðu og ónýtum lás.

Listaverkin fimm eru eftir Pablo Picasso, Henri Matisse, George Braque, Amedeo Modigliani og Fernand Leger.

Búið er að girða af nærliggjandi svæði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert