„Eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara“

Bílaumboðið Hekla er á Laugavegi 174. Uppbygging stendur yfir á …
Bílaumboðið Hekla er á Laugavegi 174. Uppbygging stendur yfir á Heklureit.

Hekla hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem sagt var frá í Kastljósi í fyrradag. Snéri umfjöllunin að byggingarrétti olíufélaganna á tilteknum lóðum í borgarlandinu. 

Segir í tilkynningunni að Heklureiturinn hafi með „ósanngjörnum“ hætti verið tengdur við það mál. Hekluumboðið er á Laugavegi 174 en uppbygging er hafin á Heklureit að Laugavegi 168.  

Að leggja þessi mál að jöfnu er eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara, enda himinn og haf á milli þeirra gjörninga sem vísað var í í Kastljósþættinum og þess sem Hekla hf. hefur staðið frammi fyrir í samskiptum og samningum við Reykjavíkurborg,“ segir í tilkynningu.

mbl.is  

Þá segir það skýrt að ólíkt því sem fram kom í umfjöllun um olíufélögin séu skýr ákvæði um greiðslu gatnagerðargjalda samkvæmt lögum og gjaldskrá Reykjavíkurborgar í samningum Heklu við borgina. 

Heklureiturinn.
Heklureiturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Heklu hafði borist fyrirspurn 

„Í tengslum við umfjöllun Kastljóss í Ríkissjónvarpinu um lóðamál olíufélaganna hefur hinn svokallaði Heklureitur við Laugaveg með ósanngjörnum hætti verið tengdur við það mál.

Að leggja þessi mál að jöfnu er eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara, enda himinn og haf á milli þeirra gjörninga sem vísað var í í Kastljósþættinum og þess sem Hekla hf. hefur staðið frammi fyrir í samskiptum og samningum við Reykjavíkurborg.

Í því ljósi að forsvarsmönnum Heklu hf. hafa borist fyrirspurnir um málið, er rétt að eftirfarandi komi skýrt fram.

Í samkomulagi Heklu hf. við Reykjavíkurborg 02. mars 2021 eru skýr ákvæði um greiðslu gatnagerðargjalda samkvæmt lögum og gjaldskrá Reykjavíkurborgar þar um. Auk þess er þar getið um sérstakar greiðslur innviðagjalda/byggingarréttargjalds ásamt kostnaðarþátttöku vegna félagslegra íbúða á föstu verði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert