Loka á móti á Suður-Kóreu

Norður-Kórea hefur skorið á öll samskipti við grannríki sitt Suður-Kóreu og gert suðurkóresku vinnuafli að yfirgefa landið. Einræðisstjórnin í Pyongyang hefur tímabundið rift samninga um friðsamlega samvinnu ríkjanna sem gerðir hafa verið síðan á 8. áratugnum en þeir nær ná m.a. til iðnaðar. 

Stjórnvöld í Suður-Kóreu höfðu þegar lokað á öll viðskipti við Norður-Kóreu en stofnunin The Korea Institute for National Unification, sem er styrkt af stjórninni í Seoul, hefur áætlað að bannið muni kosta Norður-Kóreu um 250 milljónir dala.

Gríðarleg spenna er hlaupin í deilu ríkjanna og fullyrða ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu að tugir suðurkóreskra herskipa hafi farið inn á hafsvæði í Gulahafinu sem Suður-Kórea hefur gert tilkall til, þvert á kröfu einræðisstjórnarinnar.

Tildrög deilunnar eru þau að suðurkóreska herskipið Cheonan sökk á umræddu hafsvæði 26. mars síðastliðinn með þeim afleiðingum að 46 sjóliðar fengu vota gröf. Skipið hefur verið híft upp af hafsbotni og þykir rannsókn á tundurskeyti sem lá við flakið benda eindregið til að það sé komið frá norðurkóreska sjóhernum.

Hóta frekari aðgerðum

Fram kemur á vef Wall Street Journal að Norður-Kórea hafi hótað frekari hernaðaraðgerðum á hafsvæðinu án þess að tilgreina þau frekar.

Þá segir þar að hópur brottflutra Norður-Kóreumanna í Seoul fullyrði að stjórnin í Pyongyang hafi í siðustu viku sagt þegnum sínum að búa sig undir átök við Suður-Kóreu. Taka ber slíkum aðvörunum með fyrirvara því einræðisstjórnin hefur í gegnum tíðina oft varað þegna þína við yfirvofandi innrás Suður-Kóreu og erlendra fjandríkja, einkum Japans og Bandaríkjanna.

Meðal annarra tíðinda er að Suður-Kórea hefur hafið áróðursstríð við landamærin með því að senda út útvarpssendingar sem er beint til Norður-Kóreu.

Fram kemur á vefsíðu ofangreindra samtaka, North Korea Intellectual Solidarity, að um 15.000 brottfluttir Norður-Kóreumenn séu búsettir í Suður-Kóreu.

Andstæðingar einræðisstjórnar Kim Jong-il í Norður-Kóreu brenna fána með mynd …
Andstæðingar einræðisstjórnar Kim Jong-il í Norður-Kóreu brenna fána með mynd af leiðtoganum í Seoul, höfuðborg S-Kóreu. Reuters
Herskipið Cheonan.
Herskipið Cheonan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert