Kína stendur með S-Kóreu undir rós

Kínverjar munu „ekki verja þann“ sem sökkti suður-kóresku herskipi í mars, að sögn forsætisráðherrans Wen Jiabao. „Kína fordæmir allar aðgerðir sem grafa undan friði og stöðugleika á Kóreuskaga," er haft eftir Wen í opinberri heimsókn hans til Seúl.

S-Kórea segist hafa óhrekjanlega sannanir fyrir því að N-Kórea hafi skotið tundurskeyti að Cheonan herskipinu í mars með þeim afleiðingum að það sökk og 46 sjóliðar dóu. Yfirvöld í Peking eru undir þrýstingi um að taka afstöðu gegn Norður-Kóreu í málinu en hafa ekki tekið gildar niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á atvikinu.

Fréttaritari BBC í Seoul segir að tregi Kínverja til að fordæma fyrrum bandamenn sína í N-Kóreu hafi skapraunað mjög forseta S-Kóreu, Lee Myung-bak.  Sumir telja hinsvegar að með nýjustu ummælum sínum sé Wen Jiabao varfærnislega og undir rós að breyta afstöðu kínverskra yfirvalda.

Forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-Bak og kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao í …
Forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-Bak og kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao í forsetahöllinni í Seoul 28. maí 2010. POOL
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert