Netanyahu: Höfðu lífið að verja

Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt.
Skipið Mavi Marmara, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á í nótt. Reuters

Benjamin Netanyahu segir, að sérsveitarmenn ísraelska sjóhersins hafi haft líf sitt að verja þegar þeir gripu til skotvopna gegn farþegum um borð í skipi á Miðjarðarhafi í nótt. Netanyahu harmaði jafnframt það manntjón, sem varð í árásinni á skipið.

„Hermenn okkar urðu að verja sig þar sem þeir voru í lífshættu," sagði Netanyahu eftir fund með Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í Ottawa í dag. 

Netanyahu er í opinberri heimsókn í Kanada og ætlaði að fara til Washington í morgun á fund Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, en hefur nú aflýst þeim fundi og er á heimleið.

Obama og Netanyahu ræddu saman í síma í dag. Sagði Obama, að mikilvægt væri að allar staðreyndir málsins yrðu leiddar í ljós eins fljótt og unnt er.

Obama sagðist í samtalinu skilja ákvörðun ísraelska forsætisráðherrans að flýta för sinni heim og þeir myndu eiga fund síðar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...