42 létust í flóði í Bangladess

Frá Bangladess.
Frá Bangladess. Reuters

Að minnsta kosti 42 hafa farist í aurskriðum og flóðum í suðausturhluta Bangladess undanfarinn sólarhring. Tuga er saknað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og bæjaryfirvöldum á svæðinu.

Svæðið sem hefur komið verst út úr flóðinu er Teknaf-hérað en það er við landamæri Búrma. Þar búa tugir þúsunda flóttamanna frá Búrma og er mannfallið mest úr þeirra hópi. Erfiðlega gengur að ná sambandi við flóðasvæðin þar sem fjarskipti eru nánast lömuð og allir vegir undir vatni.

Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu sökum mikillar lægðar í nágrenni Bengalflóa. Um 40% íbúa á flóðasvæðinu eru undir fátækramörkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert