Sakfelldur fyrir kynþáttafordóma

mbl.is

Danska þingið samþykkti með atkvæðagreiðslu að afnema friðhelgi þingmannsins Jesper Langballe, en hann hefur verið dæmdur fyrir ummæli í garð múslíma sem talin eru brjóta í bága við lög um kynþáttafordóma.

Í janúar birtist pistill eftir Langballe þar sem fyrirsögnin var „Múslimar drepa dætur sínar (vegna sæmdarglæpa) og snúa baki ef þeim er nauðgað af frændum sínum“. Pistillinn olli miklum usla og var Langballe sakfelldur fyrir vikið af forsætisráðherra Danmerkur, Lars Loekke Rasmussen. Konunglegur saksóknari ákvað að fylgja málinu eftir þar hann taldi Langballe hafa brotið í bága við lög um kynþáttafordóma og sótti eftir að afnema skildi friðhelgi hans sem þingmanns.

Mið-hægri flokkur Langballe, PPD, sat hjá í kosningunum en flokkurinn telur Langballe eiga rétt á málfrelsi. Samkvæmt sjónvarpi danska þingsins kaus Langballe með því að fella friðhelgina úr gildi þar sem hann vonast til að geta sannað ummæli pistilsins fyrir rétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert